OPIÐ HÚS - MELHAGI 1 - FIMMTUDAGINN 29. JAN. - FRÁ KL.17.00 - 17.30.
Eggert löggiltur fasteignasali verður á staðnum.
STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR:Fallega, bjarta og vel skipulagða 91,7 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í einstaklega fallegu húsi í hjarta Vesturbæjar. Íbúðin er með sérinngangi og beinu aðgengi að stórum, grónum sameiginlegum garði, sem stendur á horni Melhaga og Furumels.
Húsið var teiknað af arkitektinum Einari Sveinssyni og sker sig úr með klassískri hönnun, bogadregnum gluggum og afar fallegu ytra byrði. Umhverfið er rólegt og gróið, og garðurinn stór og skjólgóður.
Stofa og eldhús mynda rúmgott og opið alrými með stórum gluggum sem hleypa miklu ljósi inn í rýmið. Skipulag íbúðarinnar er gott og nýtist vel fyrir fjölskyldur jafnt sem pör eða einstaklinga sem vilja rúmgott alrými og tvö svefnherbergi.
Staðsetningin er einstaklega eftirsótt, í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, sundlaug Vesturbæjar, æfingasvæði KR, Kaffihús Vesturbæjar og alla helstu þjónustu.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isNánari lýsing eignar:Forstofa er með flísum á gólfi og opin skápur.
Stofa er rúmgóð og með parketi á gólfi.
Eldhús er með parketi á gólfi, snyrtilegri viðarinnréttingu og flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru tvö og eru með parketi á gólfum og skápur í aðalsvefnherbergi.
Baðherbergi er með flísum í hólf og gólf, sturtuklefi, skúffur undir vask, skápar og handklæðaofn, wc og tengi fyrir þvottavél.
Þvottahús á baðherbergi þar sem er tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla í sameign.