Fasteignaleitin
Opið hús 28. jan. kl 17:15-17:45
Skráð 25. jan. 2026
Deila eign
Deila

Bræðraborgarstígur 13

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
98.9 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
84.900.000 kr.
Fermetraverð
858.443 kr./m2
Fasteignamat
78.550.000 kr.
Brunabótamat
40.550.000 kr.
Byggt 1956
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2001504
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
0
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Gluggar / Gler
endurnýjaðir
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
nei
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Unnið er að því að tryggja betri loftun á háalofti (sameign) og er þeim framkvæmdum ekki lokið.
Gallar
Íbúðin er ekki í samræmi við samþykktar teikningar.
Domusnova fasteignasala hefur fengið mikið endurnýjaða eign í einkasölu að Bræðraborgarstíg 13. Gólfhiti er í allri íbúðinni og innra rými er mikið breytt og endurnýjað á smekklegan hátt. Eldhús og stofa í einu stóru rými með góðum eldhúsinnréttingum og stórri eyju. Rúmgott baðherbergi og tvö svefnherberfi með fataskáp í hvoru. Góð eign á frábærum stað sem vert er að skoða. Húsið er nýlega steinað að utan og veggir kringum garð málaðir, skipt hefur verið um glugga, þak endurnýjað og drenað garðmegin á undanförnum árum. 

Komið er inná gang og eru tvö herbergin sitt til hvorrar handar og snýr annað útað garði (til vinstri) en hitt sem og baðherbergi til hægri. Stofa og eldhús eru í stóru sameiginlegu rými. Íbúðin er ekki í samræmi vð upphaflegar teikningar en hún var öll endurnýjuð árið 2008.

Stofa og eldhús er í rúmgóðu alrými með fallegum náttúrúflísum frá Álfaborg, stór innrétting og eyja. 
Herbergi 1 er rúmgott og snýr útí garð, ágætur fataskápur, parket á gólfi.
Herbergi 2 er með parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergið er rúmgott og er þar góð innrétting, handklæðaofn, hornbaðkar með nuddi, baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús, sérgeymsla og sameiginleg hjólageymsla.

Húsið og sameignin lítur vel út og virðist vel við haldið og hefur húsið verið steinað að utan og garðveggir málaðir, drenað garðmegin og skipt um glugga í allri íbúðinni á næstliðnum árum.

Smellið hér til að fá söluyfirlit sent.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / arni@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
11/09/200716.160.000 kr.18.500.000 kr.98.9 m2187.057 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Árni Helgason
Árni Helgason
Löggiltur Fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Tryggvagata 23 (302)
 27. jan. kl 14:00-14:20
Tryggvagata 23 (302)
101 Reykjavík
80.8 m2
Fjölbýlishús
311
1100 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 79
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
85.5 m2
Fjölbýlishús
312
1028 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
Skoða eignina Skólavörðustígur 26
 26. jan. kl 17:00-17:30
Skólavörðustígur 26
101 Reykjavík
94.2 m2
Einbýlishús
422
870 þ.kr./m2
82.000.000 kr.
Skoða eignina Vesturgata 66 (Vesturvin 3) íb 105
Mynd01.jpg
Vesturgata 66 (Vesturvin 3) íb 105
101 Reykjavík
93.5 m2
Fjölbýlishús
312
897 þ.kr./m2
83.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache