Fasteignaleitin
Opið hús 26. jan. kl 17:00-17:30
Skráð 22. jan. 2026
Deila eign
Deila

Hellisgata 18

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
96.2 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
674.636 kr./m2
Fasteignamat
67.100.000 kr.
Brunabótamat
48.250.000 kr.
Byggt 1940
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2075319
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Ástand ekki vitað
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
Ástand ekki vitað
Gluggar / Gler
Hafa verið endurnýjaðir
Þak
Þarf að skoða, ryð í þakplötum
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Elka lgf. s. 863-8813 hjá Fasteignasölunni TORG kynnir Hellisgötu 18 í miðbæ Hafnarfjarðar.
Virkilega björt og sjarmerandi 96,2 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi í fjórbýli á þessum vinsæla stað í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali, í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is.

Nánari lýsing;
Gengið er inní íbúðina frá jarðhæð um sérinngang (blá hurð frá götu), þar er forstofa með flísum á gólfi og stigi með teppi upp á efri hæð.
Þegar komið er inní íbúðina tekur við hol með fataskáp.  Flísar á holi, eldhúsi og gangi.
Eldhús með viðarinnréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, flísar á milli skápa. Útgengt út á svalir og þaðan niður á verönd og baklóð.
Baðherbergi með hornsturtuklefa, upphengt salerni, innrétting við vask, flísar á gólfi og veggjum.
Stofa og borðstofa er mjög rúmgóð og björt með tvöföldum frönskum vængjahurðum sem gefa skemmtilegan svip á rýmið.
Innaf stofu er rúmgott hjónaherbergi með parket á gólfi, en er í dag nýtt sem hluti af stofu og sem skrifstofa.
Stigi upp á efri hæð (ris)
Þar er opið rými sem nýtist vel sem herbergi eða sjónvarpshol, parket á gólfi, arinn með flísum í kring.
Lítið herbergi eða geymsla með þakglugga (Velux), parket á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott með baðkari, upphengt salerni, innrétting við vask, handklæðaofn, flísar á gólfi og veggjum.

Sameign í kjallara; Sameiginlegt þvottahús og geymsla sem deilist með einni annarri íbúð, aðgengi að þvottahúsi bæði frá holi og verönd.
Útgengt er frá eldhúsi út á svalir og þaðan niður á sameiginlega afgirta verönd með skjólveggjum, einnig er aðgengi að yfir 50 fm sameiginlegum palli norðanmegin við húsið.

Upplýsingar seljanda vegna framkvæmda og viðhalds; 
Gluggar í öllu húsinu lagfærðir árið 2024.  Árið 2020 fóru fram múrviðgerðir á öllu húsinu, húsið var málað að utan ásamt útihurðum. Múrviðgerðir á tröppum aftan við hús.
Endurbætur á palli og vegg fyrir aftan hús 2020.
Íbúðin var endurnýjuð á árunum 2005–2006, en þá voru lagnir að mestu endurnýjaða og rafmagnstafla endurnýjuð. 


Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi er heimild til staðar til að hækka húsið um eina hæð.
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali, í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 3,800,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
19/02/201421.250.000 kr.21.500.000 kr.96.2 m2223.492 kr.
28/10/200918.270.000 kr.22.214.000 kr.96.2 m2230.914 kr.
29/10/200717.370.000 kr.24.000.000 kr.96.2 m2249.480 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Elka Guðmundsdóttir
Elka Guðmundsdóttir
Fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hjallabraut 5
Skoða eignina Hjallabraut 5
Hjallabraut 5
220 Hafnarfjörður
102 m2
Fjölbýlishús
312
656 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Skoða eignina Þrastarás 46A
Skoða eignina Þrastarás 46A
Þrastarás 46A
220 Hafnarfjörður
84.5 m2
Fjölbýlishús
212
756 þ.kr./m2
63.900.000 kr.
Skoða eignina Álfaskeið 76
Skoða eignina Álfaskeið 76
Álfaskeið 76
220 Hafnarfjörður
90.7 m2
Fjölbýlishús
312
727 þ.kr./m2
65.900.000 kr.
Skoða eignina Hringbraut 57
3D Sýn
Skoða eignina Hringbraut 57
Hringbraut 57
220 Hafnarfjörður
84.9 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
11
800 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache