Fasteignaleitin
Opið hús 01. feb. kl 14:00-14:30
Skráð 25. jan. 2026
Deila eign
Deila

Laugarnesvegur 110

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
79.6 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
57.500.000 kr.
Fermetraverð
722.362 kr./m2
Fasteignamat
66.450.000 kr.
Brunabótamat
36.600.000 kr.
Byggt 1958
Þvottahús
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2015994
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
4
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Endurnýjað að hluta
Gluggar / Gler
Endurnýjað að mestu
Þak
Endurnýjað að hluta
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Já suð-vestur svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Björt og vel skipulögð þriggja herbergja endaíbúð á fjórðu hæð í góðu fjölbýlishúsi í Laugarneshverfi. Íbúðin er skráð 76,4 fm. og skiptist í forstofu/opið hol, eldhús, rúmgóða stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Svalir til suðvesturs. Sérgeymsla er staðsett í sameign um 3,2 fm.  Í sameign er jafnframt sameiginlegt þvottahús, hjóla- og vagnageymsla.  Samkvæmt fasteignaskrá Íslands er eignin 79,6 fm. að stærð, merkt 04-0401. Íbúðin er laus við kaupsamning.

Á vegum húsfélags er búið að fara í töluverðar framkvæmdir í gegnum árin m.a. skipta um glugga og gler, þak endurnýjað, húsið sprunguviðgert og málað.  Frárennsli endurnýjað að hluta og dren yfirfarið. Íbúðin þarfnast endurbóta að innan en með mikla möguleika fyrir laghenta.


KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR


Góð eign í eftirsóttu hverfi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, alla helstu þjónustu og verslanir.   

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja í síma 867-1231 eða með tölvupósti á netfangið gudrunlilja@remax.is

Nánari lýsing: 

Íbúðin er á fjórðu og efstu hæð, er því einstaklega björt og með glugga á þrjá vegu. Fallegt útsýni er úr íbúðinni.
Forstofa/opið hol með fatahengi.
Eldhús er með ágætri innréttingu með flísum á milli skápa.  Helluborð og ofn í vinnuhæð.  Stór og bjartur gluggi.
Stofa er einstaklega rúmgóð og björt með gluggum á tvo vegu. Fallegt útsýni er úr stofunni.
Svefnherbergin eru tvö, bæði björt og rúmgóð með eldri fataskápum. Annað svefnherbergið er með innbyggðum fataskáp og svölum til suðvesturs.
Baðherbergi er upprunalegt að mestu.  Sturtubaðkar, vaskinnrétting og salerni.  Góður opnanlegur gluggi.
Sérgeymsla er staðsett í sameign um 3,2 fm.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús, hjóla- og vagnageymsla.
Bílastæði eru sameiginleg fyrir framan hús með aðgengi að hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.

Helstu framkvæmdir síðustu ára:
2021-2022 var í framhaldi ástandsskýrslu frá Verksýn farið í framkvæmdir. Þak var endurnýjað með litaðri álklæðningu; í leiðinni var loftun og einangrun bætt. Skipt var um glugga, svaladyr og –hurðir þar sem þurfti. Húsið var sprunguviðgert og málað. Steypuviðgerðir voru framkvæmdar á svölum, kjallaratröppum og dyraskyggnum.
2022 var skipt um rafmagnstöflu í íbúðinni ásamt tenglum/rofum að mestu.
2017-2019 var hitakerfi var endurnýjað og skipt um frárennslislagnir í sökkli. Þá var skipt um brunna í lóð og dren yfirfarið. Sameign í kjallara og stigahús var málað og skipt um teppi. Skipt var um alla útidyrahurðareininguna að framan. Rafmagni í sameign og séreignargeymslum í kjallara var skipt út fyrir nýtt. Upprunaleg rafmagnstafla var fjarlægð fyrir nýja og ljós með hreyfiskynjurum sett upp bæði inni og úti í tunnugeymslu. Ný útiljós með sólúri voru sett upp.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.   2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.  3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.   4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Barmahlíð 41
3D Sýn
Skoða eignina Barmahlíð 41
Barmahlíð 41
105 Reykjavík
71.3 m2
Fjölbýlishús
211
840 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Miklabraut 76
Skoða eignina Miklabraut 76
Miklabraut 76
105 Reykjavík
65.6 m2
Fjölbýlishús
211
838 þ.kr./m2
55.000.000 kr.
Skoða eignina Rauðarárstígur 33
Template (18).jpg
Rauðarárstígur 33
105 Reykjavík
60.8 m2
Fjölbýlishús
211
985 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Snorrabraut 56
Skoða eignina Snorrabraut 56
Snorrabraut 56
105 Reykjavík
64 m2
Fjölbýlishús
211
858 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache