Fasteignaleitin
Skráð 26. jan. 2026
Deila eign
Deila

Vallargata 6A

Nýbygging • ParhúsAusturland/Seyðisfjörður-710
103.9 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
66.040.000 kr.
Fermetraverð
635.611 kr./m2
Fasteignamat
2.040.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2025
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2538219
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Timburverönd
Upphitun
Fjarvarmaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
1 - Samþykkt
Vel staðsett fjögurra herbergja parhúsaíbúð í hjarta Seyðisfjarðar. Húsið er í byggingu og verður afhent fullbúið að utan sem innan með timburverönd í garði.
Fjögurra herbergja og fullbúnar íbúðir með stofu og eldhúsi í opnu og björtu rými með útgengt á timburverönd.
Húsinu verður skilað fullbúinni með gólfefnum. Flísar verða á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi og allt annað parketlagt. Veggir eru málaðir. Reykskynjarar, slökkvitæki og læstur lyfjaskápur fylgja. Forstofan er með fataskáp og flísum á gólfi. Eldhús með KVIK innréttingu. Spanhelluborð og ofn í vinnuhæð og stálvaskur með einnar handar blöndunartækjum. Innbyggð uppþvottavél í innréttingu. Kæli og frystiskápur. Háfur yfir eldavél og ljós (fylgja ekki). Svefnherbergin eru þrjú og öll með fataskápum. Björgunarop eru í öllum svefnherbergjum. Baðherbergi með flísum á gólfi, sturta, vask innrétting og speglaskápur og vegghengt salerni. Veggir baðherbergis eru flísalagðir. Þvottaherbergi er með flísum á gólfi og klætt rakavörðum gipsplötum og innrétting fyrir 2 vélar og vask. Gólfhiti er í öllum rýmum. Geymsla sem er með flísum á gólfi og gips klætt að innan. Veggir eru málaðir. Aðgengi að geymslunni er að utan og hentar því vel fyrir hjóla- og vagnageymslu. Útgengt er frá stofu út á timburverönd.
Gangstétt framan við húsið er steypt, aðrir hlutar lóðar eru þökulagðir. Plan við inngang verður frágengið. Tvö bílastæði og annað fyrir hreyfihamlaða og möguleika á tengingu við rafmagn fyrir bíla.

● Gott aðgengi fyrir alla - hentar jafnt fjölskyldum, öldruðum og hreyfihömluðum.
● Orkusparandi - nýbygging með gólfhitakerfi sem stýrir hverju herbergi, ofnlaus hönnun.
● Staðsetning - miðsvæðis á gamla fótboltavellinum og með aðgangi að bænum á jafnsléttu.
● Sólpallur og útsýni - beint útgengt á pall og garð með fjallasýn á rólegum stað.
● Rúmgóð bílastæði - tvö bílastæði fylgja hverri íbúð, þar af eitt stórt fyrir hreyfihamlaða.
● Tilbúið fyrir hleðslustöð - 3 fasa lagnir tilbúnar á bílastæði fyrir hleðslustöð rafbíla.
● Geymsla með aðgengi að utan - einfalt að komast í útibúnað án þess að fara inn í húsið.
● Nýbygging – eina nýja íbúðarhúsnæðið í boði á Seyðisfirði.

SKILALÝSING:
UTANHÚSSFRÁGANGUR:
• Húsið er timburhús, með forsteypta sökkla og staðsteypta botnplötu.
• Burðargrind: 45×145 mm U24 timbur, C/C 600 mm, með styrkingum við glugga- og dyragöt.
• Klæðning: Láréttur timburpanell, ljósgrænn að lit.
• Þak: Hefðbundið risþak með 45×200 mm U24-sperrum, 12 mm OSB-plötum, þakdúk og bárujárnsklæðningu. Þakið er einangrað með 200 mm steinull.
• Fellistigi í gangi leiðir upp í óupphitað risrými sem hentar sem geymsla.
• Gluggar og útihurðir úr timbri, hvítmálaðar, með tvöföldu einangrunargleri (K-gleri).
• Útihurð á palli opnast út, aðrar inn.
• Rafmagnstafla er útbúin með tengimöguleika fyrir hleðslustöð rafbíla (ekki fullbúin lögn).
Lóð:
• Heildarstærð: 760 m² leigulóð, sameiginleg fyrir húsið.
• Yfirborð: Frágengið með torfi. Leiksvæði barna aftan við húsið.
• Aftan við íbúð: Timburverönd til suðurs með skjólveggjum milli íbúða.
• Aðalinngangur og bílastæði: Hellulögn.
• Sorptunnuskýli með fjögurra tunna flokkunarkerfi (samræmist reglugerð Múlaþings).
INNANHÚSSFRÁGANGUR:
Gólfefni:
       o Parket: Gangur, alrými og svefnherbergi.
       o Flísar: Anddyri, baðherbergi, þvottahús og geymsla.
       o Veggir á baðherbergi eru flísalagðir.
Veggir og loft:
       o Innveggir: 95 mm, klæddir gipsi og steinullareinangraðir.
       o Veggir: Sparslaðir, grunnaðir og málaðir í tveimur umferðum (hvítur litur, gljástig 7).
       o Loft: Spörtluð, grunuð og máluð tveimur umferðum (hvít, gljástig 2–5).
       o Votrými: Rakaþolnar plötur, votrýmismálning.
Innréttingar og tæki:
       o Eldhús, baðherbergi, þvottahús og fataskápar frá Brúnás.
       o Eldhústæki: Spanhelluborð, ofn í vinnuhæð, undirskápavifta.
       o Undirbúningur fyrir innbyggða uppþvottavél (framhlið fylgir).
       o Vaskur úr stáli með einnar handar blöndunartæki.
       o Fataskápar eru í forstofu og öllum herbergjum.
       o Þvottahús: Innrétting með plássi fyrir tvær vélar og vask í borðplötu.
       o Gert er ráð fyrir barkalausum þurrkara.
Hurðir:
       o Innihurðir: Hvítar, yfirfelldar og með hurðarhúnum úr málmi.
       o Allar hurðir án þröskulda, fallþröskuldar í votrýmum.
Hreinlætistæki:
       o Baðherbergi: Upphengd wc-skál með innbyggðu kerfi og hæglokandi setu.
       o Handlaug í innréttingu með einnar handar blöndunartæki.
       o Sturtutæki: Utanáliggjandi blöndunartæki.
Lagnir:
       o Gólfhiti með stýringu fyrir hvert herbergi.
       o Tengt HEF veitukerfi fyrir neysluvatn og gólfhita.
       o Inntök í þvottahúsi við útvegg.
       o Rafmagn: Rofar, tenglar og tafla í samræmi við teikningar. Tafla í þvottahúsi.
       o Undirbúningur fyrir ljósleiðara (ídráttarrör er komið). Kaupandi sér sjálfur um tengingu.
       o Loftnet- og tölvutengill í alrými.
       o Innfelld lýsing í alrými, loftadósir víðar.
Loftræsting og brunavarnir:
       o Náttúruleg loftræsting með opnanlegum gluggum.
       o Vélræn loftræsting er í eldhúsi, þvottahúsi, geymslu og baðherbergi.
       o Reykskynjarar í öllum rýmum stærri en 6 m².
       o Slökkvitæki eru við allar útidyr.
       o Eldvarnarteppi og læstur lyfjaskápur fylgja.
ALMENNT:
• Kynningarefni (teikningar, myndir o.fl.) er aðeins leiðbeinandi.
• Laus búnaður sem sýndur er á myndum en ekki tilgreindur í þessari lýsingu fylgir ekki.
• Seljandi áskilur sér rétt til breytinga á útliti, efni og aðaluppdráttum meðan á framkvæmdum stendur.
• Breytingar á íbúð skulu gerðar af kaupanda eftir afhendingu og í samræmi við byggingarreglugerð
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
SM
Sigurður Magnússon
Fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vallargata 6B
Skoða eignina Vallargata 6B
Vallargata 6B
710 Seyðisfjörður
103.9 m2
Parhús
413
634 þ.kr./m2
65.900.000 kr.
Skoða eignina Austurvegur 1
Skoða eignina Austurvegur 1
Austurvegur 1
730 Reyðarfjörður
105.4 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
635 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Skoða eignina Gauksmýri 6
Skoða eignina Gauksmýri 6
Gauksmýri 6
740 Neskaupstaður
133.5 m2
Einbýlishús
513
513 þ.kr./m2
68.500.000 kr.
Skoða eignina HLÍÐARGATA 7
Skoða eignina HLÍÐARGATA 7
Hlíðargata 7
750 Fáskrúðsfjörður
116.1 m2
Parhús
413
585 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache