Fasteignaleitin
Skráð 19. jan. 2026
Deila eign
Deila

Álfheimar 42

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Laugardalur-104
95.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
74.900.000 kr.
Fermetraverð
785.939 kr./m2
Fasteignamat
70.700.000 kr.
Brunabótamat
43.900.000 kr.
Byggt 1958
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2021045
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Ekki vitað annað en í lagi
Raflagnir
Endurnýjuð tafla og mælar í sameign. Þó fyrir einhverju síðan.
Frárennslislagnir
Skólp fóðrað ca 7 ár síðan
Gluggar / Gler
Gler í Stóru rúðu í stofu 2011 og litlu í stofu 2023
Þak
járn&pappi endurn
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suður
Upphitun
Geislahitun
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Litlar rispur í parketi, þó ekkert óeðlilegar sbr. aldur parkets.
Kvöð / kvaðir
Sjá lóðarleigusamning
** HÉR GETUR ÞÚ BÓKAÐ SKOÐUN Á EIGNINA **
 
Þórdís Björk Davíðsdóttur löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna:
Einstaklega bjarta og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýli staðsett innst í botnlanga, sem veitir gott næði og rólegt umhverfi. Íbúðin nýtur fallegs útsýnis að Laugardalnum og er á eftirsóttum stað í grónu og fjölskylduvænu hverfi.
Samkvæmt skráningu HMS er eignin 95,3 fm, þar af er íbúðarrýmið 89,0 fm og geymsla íbúðar 6,3 fm í kjallara.
Húsið hefur verið tekið í gegn að utan, múrað og málað, járn og pappi á þaki endurnýjuð og rafmagnstafla í sameign endurnýjuð. Bæði sameign og aðkoma að húsinu eru sérlega snyrtileg.
  SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT sent til þín samstundis

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is
 
  SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - Með húsgögnum
  SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - ÁN húsgagna

Endurbætur að sögn seljanda:
-  Á þaki var endurnýjað járn og pappi ásamt túðum fyrir ca 3 árum
-  Húsið var yfirfarið, gert við og málað fyrir ca 2 árum
-  Með hverri íbúð fylgja tveir skápar á stigapalli.
-  Skólp fóðrað fyrir ca 7 árum síðan 
-  Baðherbergið var endurnýjað 2006 
-  Stóra glerið í stofu 2011 og litla í stofu 2023
-  Tenglar endurnýjaðir í íbúð ca 9 ár síðan
-  Stigagangur málaður og skipt um teppi á stigagangi 2009
-  Dyrasímar í stigagangi endurnýjaðir og skipt um varmaskipti í kyndingu fyrir nokkrum árum.
-----------------
Innan íbúðar er: anddyri/miðrými, 3 herbergi, stofa og borðsstofa sameiginleg, baðherbergi og eldhús.
Nánari lýsing eignar:
Anddyri / miðrými: Flísalagt gólf og ágætir fataskápar. Anddyrið tengir öll rými íbúðar á skilvirkan hátt.
Eldhúsið: Nokkuð rúmgott eldhús með ljósri viðarinnréttingu, góðu skápaplássi, flísum á milli skápa, glugga til norðurs, parketi á gólfi og tengi fyrir uppþvottavél.
Svefnherbergin eru þrjú:
Herbergi I er hjónaherbergi, rúmgott með góðum fataskápum, parketi á gólfi og útgengi á skjólsælar suðursvalir.
Herbergi II og III eru bæði í góðri stærð, með gluggum til vesturs og parketi á gólfi.
Stofa og borðstofa: Bjart og opið rými með gluggum til suðurs og vesturs, parketi á gólfi og góðu rými fyrir setu- og borðaðstöðu.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað og er með baðkari m/sturtu, hvítri innréttingu undir handlaug, upphengdu salerni, opnanlegu fagi á glugga til norðurs og flísum á veggjum og gólfi.
Sameign og aðstaða:
Sameign er öll hin snyrtilegasta og hefur hver íbúð tvöfaldan skáp á stigapalli við hlið íbúðar.
Sérgeymsla íbúðar er í kjallara og er 6,3 fm.
Góð hjólageymsla og sameiginlegt þvottahús, þar sem hver íbúð er með sína eigin vél
Garður - er sameiginlegur Álfheimum 38-42 og eru góð leiktæki sunnan megin við húsið.
Bílastæði á lóð Álfhh.38-42 eru sameiginleg og er komin rafhleðslustöð fyrir tvær hleðslur en búið er þó að leggja grunn að fleirum.
Nágrenni - matjurtargarðar í útleigu frá Reykjavíkurborg - Sjá nánar HÉR 
 
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.

 
Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 3.800 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Þórdís Björk Davíðsdóttir
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sólheimar 27 (501)
 31. jan. kl 12:00-12:30
Sólheimar 27 (501)
104 Reykjavík
104.4 m2
Fjölbýlishús
412
752 þ.kr./m2
78.500.000 kr.
Skoða eignina Eikjuvogur 28
 27. jan. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Eikjuvogur 28
Eikjuvogur 28
104 Reykjavík
91.9 m2
Fjölbýlishús
312
815 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Kuggavogur 19
IMG_7407 Large.jpeg
Skoða eignina Kuggavogur 19
Kuggavogur 19
104 Reykjavík
83.2 m2
Fjölbýlishús
312
900 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Kleppsmýrarvegur 6 íb 209
Bílastæði
Kleppsmýrarvegur 6 íb 209
104 Reykjavík
80.2 m2
Fjölbýlishús
312
935 þ.kr./m2
75.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache