Ragnar Guðmundsson S: 844-6516 löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð að Fellsmúla 17. Eignin er samtals skráð 93,5 fm en að auki er 5 fm geymsla í kjallara sem ekki er skráð inn í fermetrafjölda. Eignin skiptist í anddyri, hol/gang, eldhús með borðkrók, gott alrými sem rúmar bæði stofu og borðstofu, 2 mjög rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu, búr/geymslu og geymslu í kjallara sameignar ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Aðkoma að eigninni virkar snyrtileg og búið er að setja upp rafhleðslustaura á sameiginlegu bílastæði. Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.
Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, svo sem verslanir og veitingastaði í Skeifunni, Glæsibæ og Kringlunni, íþrótta- og útivistarsvæði í Laugardalnum, almenningssamgöngur o.fl.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 844-6516 eða á ragnar@fstorg.is
Nánari lýsing:Forstofa: Forstofan er opin og með fatahengi og parketfi á gólfi.
Hol/gangur: Innan af forstofu er hol eða svefnherbergisgangur sem tengir saman rými íbúðarinnar. Skápalengja með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Eldhús: Eldhúsið er búið fallegri endurnýjaðri innréttingu með neðri og efri skápum, viðarborðplötu, nýju Siemens helluborði, nýrri innbyggðri uppþvottavél og nýjum gufugleypi. Gluggi með opnanlegu fagi. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Bæði stofan og borðstofan eru rúmgóðar í samliggjandi parketlögðu rými. Stórir gólfsíðir gluggar gera íbúðina einstaklega bjarta Útgengt frá borðstofu er á svalir með fallegu útsýni í átt að gróinni baklóð.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, útbúið baðkari með sturtuaðstöðu, salerni og hvítri innréttingu með handlaug, neðri skápum og hirslum. Innan baðherbergis er þvottaaðstaða með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er mjög rúmgott búið nýlegum háum og rúmgóðum fataskápum og parketi á gólfi. Frá herberginu er mikið og fallegt útsýni í átt að Bláfjöllum og víðar.
Svefnherbergi: Að undanskildu hjónaherbergi er annað mjög rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi, góðum nýjum fataskápum og fallegu útsýni í átt að Bláfjöllum og víðar.
Geymsla/búr: Innan af forstofu er lítil geymsla/búr sem núverandi eigendur hagnýta sem þurrkherbergi og geymslu.
Geymsla: Innan sameignar er geymsla (ca. 5 fm.) ásamt því að
sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er innan sameignar. Geymslan virðist ekki vera skráð í heildarfermetratölu eignar.
Sameiginleg þvotta- og þurrkherbergi: Í sameign kjallara eru sameiginleg þvotta- og þurrkherbergi.
Falleg fjölskyldueign á vinsælum stað í Fellsmúla. Stór garður er bak við húsið. Stutt er í leik- og grunnskóla og alla helstu þjónustu og verslanir.
Viðhald sem eignin hefur fengið síðustu ár:
Íbúð:
2025: Parket í stofu, eldhúsi, anddyri og á svefnherbergisgangi pússað og lakkað.
2025: Nýr bakaraofn og hella frá Siemens, og háfur frá Bosh.
2025: Nýr PAX-fataskápur settur í barnaherbergi.
2025: Nýtt salerni.
2023: Skipt um blöndunartæki í eldhúsi og á baðherbergi.
2022: Sérsniðin gluggatjöld sett í alla glugga.
2021: Nýr PAX-fataskápur settur í hjónaherbergi
Hús:
2025: Lagnir hreinsaðar og fóðraðar.
2024: Rafhleðslustöð sett upp á bílastæði. Lagt fyrir fjórum stöðvum sem verður fjölgað eftir þörfum.
2024: Skipt um aðaltöflu.
2014: Húsið klætt að utan.
2012: Skipt um glugga og gler, að undanskildum gluggum hjá svölum.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma: 844-6516 eða ragnar@fstorg.isFáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign (Opinber gjöld geta breyst):
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.