Valhöll fasteignasala og Gylfi Þór löggiltur fasteignasali s. 7704040 kynna Jötunsali 2.
Um er að ræða vel skipulagða íbúð með útsýni ásamt einkastæði í bílageymslu í Salahverfi í Kópavogi.
Eignin samanstendur af forstofu, tveimur svefnherbergjum , baðherbergi með baðkari og sturtuklefa, þvottahúsi innan íbúðar, stofu með útgengi út á yfirbyggðar austursvalir ásamt geymslu í kjallara, einkastæðii í bílageymslu með hleðslustöð og aðgengi að sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Eignin er á fjórðu hæð, merkt 402. Í húsinu er starfandi öflugt húsfélag. Öryggismyndavélakerfi er á göngum og í bílastæðahúsi.
Birt stærð 101,5 m2, þar af er geymsla 11,1m2.
Eignin er til afhendingar við undirritun kaupsamnings.
Nánari lýsing:
Forstofa - fataskápur og flísar á gólfi.
Baðherbergi - er flísalagt í bæði með dökkum og ljósum flísum, innrétting með vaski, salerni, baðkar og sturtuklefi.
Svefnherbergi - rúmgott með góðum fataskáp, parketi á gólfi.
Svefnherbergi - rúmgott með fataskáp, parketi á gólfi.
Stofa/borðstofa/sjónvarpshol - rúmgóð með útgengi á lokaðar opnanlega austursvalir með frábæru fjallaútsýni parket á gólfum.
Eldhús - Eikar innrétting með efri og neðri skápum, helluborði og bakaraofni, plássi fyrir einfaldan ísskáp í innréttingu og uppþvottavél á staðnum getur fylgt.
Þvottahús - inn af forstofu , flísar á gólfi innrétting og vaskur.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara. Einkabílastæði er í bílageymslu.Stutt er í alla helstu þjónustu, leik- og grunnskóla ásamt góðu aðgengi að stórum umferðaræðum til og frá hverfinu.
Allar upplýsingar veitir: Gylfi Þór s.7704040 gylfi@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.