RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg, björt og töluvert endurnýjuð þriggja herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr sem búið er að innrétta sem studioíbúð. Eignin er skráð samtals 74,1 fm. þá íbúðin 52,9 fm. og bílskúr 21,2 fm. að viðbættri geymslu í kjallara sem ekki er inní fm. tölu eignar, sem og risloft íbúðar með ágætu geymslurými.
Innan íbúðar er m.a. búið að endurnýja glugga og gler, eldhús og baðherbergi, fallegt harðparket og flísar. Á vegum húsfélags var m.a. dren og skólp endurnýjað, neysluvatnslagnir og lóðin yfirfarin, ný hellulögn og þökur.
Þetta er góð eign með mikla möguleika. Staðsett í rólegu og eftirsóttu hverfi þar sem stutt er í helstu þjónustu og allt það sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða.KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja í síma 867-1231 eða með tölvupósti á netfangið gudrunlilja@remax.is
Nánari lýsing íbúð: Íbúðin er 52,9 fm. og skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu/stofu, tvö svefnherbergi, risloft og baðherbergi. Svalir eru til suð-austurs.
Forstofan: Sameiginlegur inngangur er með íbúð á 1. hæð og þaðan gengið upp teppalagðan stiga inn í íbúðina á 2. hæð.
Forstofan/stiginn er ekki í birtum fm. svo íbúð er stærri en uppgefnir fm. gefa til kynna.Eldhús var nýlega endurnýjað með fallegum innréttingum með eikarframhliðum og gegnheilli birkiborðplötu, flísar eru á vegg og vaskur úr akrílsteini. Helluborð, bökunarofn og gufugleypir. Einnig er innbyggður
búrskápur. Sett var auka rafmagnstafla í eldhús.
Stofa og borðstofa eru í björtu og opnu rými, opið er inní eldhús en hægt að loka á milli með rennihurð.
Hjónaherbergið er parketlagt með góðum opnanlegum glugga. Í svefnherberginu er
risloft með geymslurými.Barnaherbergi er parketlagt með útgengt út á
svalir. Ath. herbergið er skráð sem geymsla á teikningu.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og vegg að hluta, nýlegri vaskinnréttingu með speglaskáp fyrir ofan. Baðkar með sturtu og góður opnanlegur gluggi.
Tengi er fyrir þvottavél á baðherbergi.Geymsla íbúðar er undir stiga í kjallara (ekki í birtum fm.) og þar er einnig
sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi.
Garður er sameiginlegur. Mjög snyrtileg aðkoma og lóð nýlega endurnýjuð, sett nýjar grasþökur og hellulögn.
Nánari lýsing bílskúr: Bílskúrinn er 21,2 fm. sem breytt var í studioíbúð ásamt nýrri framhlið 2021.
Eldhús er með fallegri viðarinnréttingu og efri skápum. Flísar á milli skápa.
Svefnaðstaða er í sama rými og eldhús, flísar á gólfum.
Baðherbergi er með flísar á gólfum og vegg að hluta. Falleg vaskinnrétting, upphengt salerni og sturta með glerþili.
Framkvæmdir og viðhald síðustu ára:
2025: Múrviðgerðir á bílskúr.
2024: Dren og skólp endurnýjað. Einnig jarðvegsskipt á lóð, settar nýjar grasþökur og hellur.
Einnig voru gluggar íbúðar endurnýjaðir og svalarhurð. Skipt um glugga í sameign. Neysluvatn var endurnýjað að hluta í lok árs, í eldhúsi og sameign að hluta. Heimtaug rafmagns endurnýjuð.
2024: Baðherbergi endurnýjað að hluta, ný innrétting og vaskur, sett tengi fyrir þvottavél.
2021: Eldhús endurnýjað og innra skipulagi breytt. Rafmagn í eldhúsi einnig endurnýjað og sett sér rafmagnstafla.
Nýtt harðparket og flísar.
2021: Bílskúr breytt í studioíbúð og sett ný framhlið.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.