Vel skipulögð og stór fjölskylduíbúð með fimm svefnherbergjum og bílskúr í fjölskylduvænu hverfi að Skógarás 15, 110 Reykjavík. Birt stærð íbúðarinnar er 213.5 fm, þar af 24,5 fm í bílskúr. Fallegt útsýni og björt rými. Íbúðin er á tveimur hæðum en um er að ræða 109,4 fm. íbúð á hæð og 66,9 fm íbúðarherbergi í risi. Hluti gólfflatar á efri hæð er undir súð og því er fermetratala meiri en gefið er upp. Íbúðin skiptist í 5 svefnherbergi, rúmgóða stofu, borðstofu, nýtt eldhús, tvö baðherbergi, þvottahús, 24,5fm bílskúr og geymslu í kjallara.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Bergmann Jónsson í síma 839-1600 eða gunnarbergmann@eignamidlun.is
Nánari lýsing:Neðri hæð íbúðar:
Gengið er inn í forstofurými, þar er lokað forstofuherbergi með flísum á gólfi sem notað er í dag sem fataherbergi. Nýlegt parket á allri neðri hæðinni fyrir utan barnaherbergin.
Á vinstri hönd frá inngangi eru þrjú parketlögð herbergi með góðum fataskápum og virkilega fallegu útsýni yfir Rauðavatn og nágrenni þar er einnig baðherbergi með nýlegum skápum, rúmgóðum sturtuklefa og baðkari.
Úr gangi á hægri hönd er nýuppgert eldhús með fallegri viðarinnréttingu, innbyggðum ísskáp, stórri eldavél og ofni í vinnuhæð
Rúmgóð stofa og samliggjandi borðstofa með útgengi út á vestursvalir.
Efri hæð íbúðar:
Gangur/hol sem er nýtt sem sjónvarpshol í dag með parket á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfum og skápum, einnig baðherbergi með sturtuklefa og stórt þvottaherbergi með vaski, undir súð er aflokað nokkuð stórt geymslurými sem er ekki inn í birtum fermetrum íbúðarinnar. Nýlega búið að skipta út þakgluggum á efri hæðinni.
Geymsla í kjallara 14,4fm sem er séreign íbúðarinnar ásamt því er sameiginleg hjólageymsla í kjallara.
Töluverðar endurbætur hafa verið á sameign hússins bæði utandyra og innan, m.a. skipt um glugga í stigagangi og aðra glugga á austurhlið hússins 2017. Miklar endurbætur voru gerðar á ytra byrði 2021; múrviðgerðir, málað, skipt um þakjárn, þakkant og alla þakglugga. Skipt var um bílskúrshurðir 2025.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. (0,4% ef um er að ræða fyrstu eign)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr kauptilboði.
Eignamiðlun ehf. - Grensásvegur 11, 108 Reykjavík - gunnarbergmann@eignamidlun.is - Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali.