Fasteignaleitin
Skráð 20. jan. 2026
Deila eign
Deila

Skúlagata 40

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
82.8 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
69.900.000 kr.
Fermetraverð
844.203 kr./m2
Fasteignamat
71.550.000 kr.
Brunabótamat
44.290.000 kr.
Byggt 1990
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílskúr
Aðgengi fatl.
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2003487
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
10
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
5
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Yfirbyggðar svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hreiðar Levý lögg. fasteignasali og Betri Stofan Fasteignasala kynna fallega og vel skipulagða 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í vinsælu lyftuhúsi stað fyrir 60 ára og eldri á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Eigninni fylgir sérmerkt bílastæði í bílakjallara. Húsið er hannað af arkitektinum Ingimari H. Ingimarssyni. Íbúðin hefur öll verið uppgerð á undanförnum árum á vandaðan hátt. Á lóðinni eru samtals 39 sameiginleg bílastæði, 23 á fyrir sunnan hús og 16 fyrir norðan hús. Búið er að setja upp 2 sér bílastæði með rafmagnshleðslustöð á bílaplani fyrir norðan hús. Sameiginleg bílaþvottastöð fyrir íbúa er í bílakjallara. Sameignin er vegleg og snyrtileg. Húsvörður er í húsinu. Íbúar hafa möguleik á að leigja samkomusal sem er í húsinu gegn hóflegu gjaldi. Þá er á jarðhæð sameiginleg aðstaða með heitum potti og sauna fyrir íbúa. Í bílakjallara er sameiginleg aðstaða fyrir íbúa til þess að þrífa bíla. Vel skipulögð og góð eign í vinsælu hverfi sem er afar hentug fyrir eldri borgara sem vilja þægindi, nálægð við fjölbreytta þjónustu, félagsskap og skapandi umhverfi í sínum aldurshópi. 

Fasteignamat fyrir árið 2026 skv. HMS er 71.550.000kr

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is

Eignin skiptist í
anddyri með fataskáp, þvottahús / geymslu, baðherbergi með sturtu, rúmgott svefnherbergi með góðu skápaplássi, alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu, yfirbyggðar svalir og sérmerkt bílastæði í upphituðum bílakjallara.

Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur þar sem menningin blómstrar og það að hafa leikhús, kvikmyndahús og tónlistarhús í göngufæri býður upp á einstaka og fjölbreytta afþreyingar möguleika. Fjölmörg kaffihús og fjölbreyttir veitingastaðir eru í nánasta nágrenni ásamt fjölbreyttri þjónustu og verslun. Það eru afar eftirsóknarverð lífsgæði að vera með alla þessa fjölbreyttu verslun, þjónustu og afþreyingarmöguleika í nokkra metra göngufjarlægð frá heimili sínu.

Lóð: Eignarlóð, 3.230 m². Lóðin er í óskiptri en hlutfallslegri sameign séreignanna og skiptist eftir hlutfallstölum.

Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inní forstofu með fataskáp og snögum.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðinnrétting með háum skáp, neðri skúffum, vask og efri speglaskáp. Sturtuklefi, salerni og upphengd handklæðaslá.
Þvottahús / Geymsla: Innaf íbúð. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Upphengdar hillur.
Herbergi: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Borðstofa: Staðsett bakvið eldhúsvegg. Í góðri tengingu við stofu og eldhús.
Stofa: Björt og falleg stofa með gluggum í 3 áttir. Góð tenging við eldhús. Útgengt út á yfirbyggðar svalir.
Eldhús: Innrétting með efri og neðri skápum, flísar á milli skápa. Gott skápa og vinnupláss. Ofn er innbyggður í innréttingu í vinnuhæð, vaskur og helluborð. Aðstaða fyrir tvöfalldan ísskáp og uppþvottavél. Léttur veggur er á milli borðstofu og eldhúss sem möguleiki er á að fjarlægja og stækka þar með alrýmið með samliggjandi stofu, borðstofu og eldhús.
Bílastæði: Sérmerkt bílastæði  í upphituðum bílakjallara merkt nr. 50 fylgir eigninni.
Geymsla í sameign: Hægt er að leigja auka geymslu gegn hóflegu gjaldi.

Sameign: Vegleg og snyrtileg sameign. Eignin á hlutdeild í húsvarðaríbúð, rúmgóðum samkomusalur þar sem eigendum í húsinu gefst kostur að halda veislur gegn vægu gjaldi ásamt spa aðstöðu á jarðhæð með heitum potti, sauna klefa, tveimur sturtum og búningsklefum sem íbúar hafa aðgang að gjaldfrjálst. Sameiginleg bílastæði norðan- og sunnanmegin við húsið og inngangar í húsið. Eitt húsfélag er rekið yrir Skúlagötu 40, 40a og 40b og er í þjónustu hjá Eignaumsjón.

Eign með fastanúmerið 200-3487 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðaréttindum. 
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 82,8 fm. Íbúðin er 67,8 fm og bílastæði í lokuðum bílakjallara er 15,0 fm. Til viðbótar eru 6,5 fm svalir með svalalokun sem ekki er inn í birtri fermetratölu eignar.

Vitatorg samfélagshús er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð. Vitatorg býður upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, hagleikssmiðjur, listasmiðjur og klúbbastarf ýmiskonar, spilamennsku, skoðunarferðir, dans og leikfimi. Síðan eru ýmsir viðburðir árlegir og/eða tilfallandi, svo sem grillveisla, haustfagnaður og þorrablót. Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf og hver og einn getur haft áhrif á þróun þess. Á Vitatorgi við Lindargötu er hádegisverður í boði kl. 11:30 til 12:30 alla daga ársins, líka um helgar og hátíðisdaga. Á virkum dögum er einnig síðdegiskaffi milli kl. 14:30–15:30. Einnig er fótaaðgerðarstofa og hársnyrtistofa á staðnum.

Vitatorg - Lindargata 59

Íbúðina má aðeins selja félagsmönnum í Félagi eldri borgara, sem eru 60 ára eða eldri.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
18/09/201940.400.000 kr.39.000.000 kr.82.8 m2471.014 kr.
08/03/201220.400.000 kr.17.500.000 kr.82 m2213.414 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 1990
15 m2
Fasteignanúmer
2003487
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
50
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.140.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ánanaust 15
 29. jan. kl 17:00-17:30
DJI_0720.JPG
Skoða eignina Ánanaust 15
Ánanaust 15
101 Reykjavík
78.7 m2
Fjölbýlishús
312
850 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Skoða eignina Ánanaust 15
 29. jan. kl 17:00-17:30
DJI_0720.JPG
Skoða eignina Ánanaust 15
Ánanaust 15
101 Reykjavík
78.7 m2
Fjölbýlishús
312
850 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Skoða eignina Grettisgata 4
Skoða eignina Grettisgata 4
Grettisgata 4
101 Reykjavík
67.8 m2
Fjölbýlishús
312
1031 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Skúlagata 20
Skoða eignina Skúlagata 20
Skúlagata 20
101 Reykjavík
92.1 m2
Fjölbýlishús
311
759 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache