Fasteignaleitin
Skráð 23. jan. 2026
Deila eign
Deila

Jöfursbás 11

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
64.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
57.990.000 kr.
Fermetraverð
901.866 kr./m2
Fasteignamat
58.400.000 kr.
Brunabótamat
41.850.000 kr.
Byggt 2021
Sérinng.
Fasteignanúmer
2509796
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Númer íbúðar
3
Lóðarréttindi
Leigulóð
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Rúnar Örn Rafnsson og Fasteignasalan Grafarvogi kynna:
Fallega fjögurra herbergja íbúð í Jöfursbás 11c, Gufuneshverfi í Grafarvogi.

 
Björt og vel skipulögð íbúð á 3ju hæð með sérinngangi og svölum í þessu lyftuhúsi sem byggt var 2021.
Birt stærð íbúðar skv. fasteignaskrá er 64,3 m².

Hér er um að ræða frábær fyrstu kaup.
*Kaupendur á aldrinum 18-40 ára hafa forgang til kaups skv. kvöð á eigninni*


Lýsing íbúðar:
Forstofa er með flísum á gólfi, góðum fataskáp og hengi.
Alrými Stofa, borðstofa og eldhús eru í björtu huggulegu rými með parket á gólfi. Útgengt á góðar svalir úr stofu.
Í eldhúsi er góð innrétting með ofni, helluborði og viftu. Tengi fyrir uppþvottavél.
Svefnherbergi 1 er með góðum skáp og parketi á gólfi. Tvær rennihurðir eru inn í þetta herbergi.
Svefnherbergi 2 og 3 eru einnig með góðum skápum og parketi á gólfum.
Baðherbergi með vaskinnréttingu,walk-in sturtu og upphengdu salerni. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Nýtt parket er á öllum rýmum íbúðarinnar, nema á baðherbergi og forstofu.

Sameign og fleira:
Í sameign hússins er vinnuaðstaða/veislusalur sem íbúar geta nýtt sér. Einnig þvottahús og póstaðstaða.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er í sérhúsi á lóðinni, sem er stór og fjöskylduvæn.
Íbúar hafa aðgang og afnot af matjurtagarði sem er nærri húsinu og er í eigu Reykjavíkurborgar.

 ---

Um Þorpið vistfélag í Gufunesi:
Þorpið vistfélag er á sjávarlóð í þessu nýja hverfi í Gufunesi. Frá húsinu er glæsileg sjávarsýn og útsýni yfir Geldinganes og Viðey. Göngu og hjólastígar verða meðfram ströndinni sem tengjast öðrum íbúðarsvæðum í Grafarvogi. Húsin mynda garðrými fyrir skjólgott torg, leiksvæði og grasfleti. Tekið var tillit til sólarátta við skipulagningu byggðarinnar þannig að garðrýmin eru í góðu skjóli. Við innganginn er sólríkt miðlægt torg fyrir framan sameigileg rými þar sem er veislusalur/vinnurými, sameiginlegt þvottahús og pósthús/búr fyrir aðsendan póst og vörur. Við torgið sjálft er leiksvæði fyrir yngri börn, en sparkvöllur og boltasvæði í garði á móti sjó. Á torginu er einnig sameiginleg hjóla og vagnageymsla. Matjurtagarðar í eigu Reykjavíkurborgar eru til afnota fyrir íbúa til ræktunar kjósi þeir það.

Deiliskipulag fyrir Gufunes, nýjasta hverfi Reykjavíkur, byggir á verðlaunatillögu hollensku arkitektastofunnar jvantspijker + Felixx sem árið 2016 hreppti fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið. Í vinningstillögunni segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Tillagan nýtir óhefluð umhverfisgæði og staðaranda sem grunn að samfélagi þar sem tækifæri, hagkvæmni og upplifun verða í forgrunni.

Í Gufunesi er verið að byggja upp einstakt hverfi í borginni. Þar er fyrirhuguð blönduð byggð. Íbúðir og smærri atvinnurekstur. Lögð verður áhersla á afþreyingu og útivist í þessu manngerða og náttúrulega landslagi með fallegri fjallasýn við sjávarsíðuna.

 
Nánari upplýsingar veitir:
Rúnar Örn Rafnsson, löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 771-5600
runar@fastgraf.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
31/01/202239.400.000 kr.19.793.000 kr.64.3 m2307.822 kr.Nei
05/05/202116.950.000 kr.36.494.000 kr.64.3 m2567.558 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Rúnar Örn Rafnsson
Rúnar Örn Rafnsson
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hverafold 25
Skoða eignina Hverafold 25
Hverafold 25
112 Reykjavík
60.6 m2
Fjölbýlishús
312
988 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Gerðhamrar 5
Skoða eignina Gerðhamrar 5
Gerðhamrar 5
112 Reykjavík
69 m2
Fjölbýlishús
311
868 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Veghús 31
Skoða eignina Veghús 31
Veghús 31
112 Reykjavík
70.2 m2
Fjölbýlishús
311
848 þ.kr./m2
59.500.000 kr.
Skoða eignina Njörvasund 8
Skoða eignina Njörvasund 8
Njörvasund 8
104 Reykjavík
61.4 m2
Fjölbýlishús
211
976 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache