Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:Fallega þriggja herbergja útsýnisíbúð á 7. hæð við Grandaveg 47, 107 Reykjavík ásamt bílskúr.
Eignin er fyrir 60 ára og eldri.
Íbúðin er merkt 707, er skráð 114,8 fm að stærð, geymsla í kjallara til viðbótar 5,7 fm (skv. eignaskiptayfirlýsingu) og bílskúrinn er 24,2 fm.
Einstaklega falleg og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á sjöundu hæð í vönduðu fjölbýlishúsi við Grandaveg 47.
Íbúðin nýtur stórkostlegs útsýnis til allra átta, m.a. yfir Bessastaði, Reykjanes, Faxaflóa og alla leið upp á Snæfellsjökul á björtum dögum.
Nánari lýsing:- Eignin skiptist í tvö góð svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og er sér þvottahús innan íbúðar.
- Eldhúsið er stakstætt og vel skipulagt á tveimur gagnstæðum veggjum með eldhúskrók fyrir matarborð innst. Úr eldhúsglugga er fallegt og opið útsýni sem gefur góða birtu inn í herbergið.
- Stórt og bjart alrými tengir saman sjónvarpsrými, stofu og borðstofu. Þar eru stórir gluggar til vesturs sem tryggja mikla birtu og gefa fallegt útsýni.
- Úr stofu er gengið út á yfirbyggðar svalir á vesturhlið, og einnig er útgengt á svalirnar úr hjónaherbergi. Þar er gott að njóta síðdegissólar og kvöldútsýnis.
- Parket er á öllum gólfum utan votrýma sem eru flísalögð.
- Eigninni fylgir 24,2 fm stakstæður bílskúr á lóðinni, með heitu og köldu vatni ásamt rafmagni.
Sameign hússins er vel búin og þjónusta góð:- Á tíundu hæð er veislusalur með eldhúsi, snyrtingum, stórum sal og þaksvölum sem íbúar geta leigt. Þar er einstakt 360 gráðu útsýni í allar áttir.
- Tvær lyftur eru í húsinu.
- Í kjallara er sér geymsla (5,7 fm).
- Á jarðhæð er sameiginlegur pallur með heitum potti og einnig aðstaða til íþróttaiðkunnar með tveimur búningsklefum, gufubaði og líkamsræktartækjum.
- Útgengt er þaðan út á aflokaðan pall með heitum potti og garðhúsgögnum.
- Í húsinu er húsvörður sem sér um umhirðu sameignar, garðhirðu, hálkuvarnir og minniháttar viðhald, sem tryggir íbúum þægilegt og áhyggjulaust umhverfi.
- Skv. samtali við formann húsfélags er mikið lagt upp úr að ganga jafnt og þétt til verka í þau verkefni sem þarf að huga að á hverjum tíma.
Virkilega eiguleg eign, vel skipulögð, mikið útsýni og góðri sameign á vinsælum stað við sjávarsíðuna.
Pöntun á skoðun og nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.